Destination ....

Örlög og stefna, trú á það sem gerist og hvert það leiðir okkur.

Ég er alin upp í frjálsu umhverfi, er frumburður ungra foreldra er há lífsbaráttuna eins og þeim einum er lagið.  Ég held það sé blessun að alast upp hjá ungum foreldrum, fá að vera hluti af ungri sál og brjótast í gegn um barnsárin með sjálfstæða hugsun og mótaða sál.  Ekki það við mótumst að sjálfsögðu "on ðe rönn". 

Það má með sanni segja að barnið hafi verið sjálfstæð með einsdæmum, fyrsta barnabarn í móðurlegg og í raun fyrsta í föðurlegg af frátaldri sætu frænku minni í föðurlegg.  Hún var hálfu ári á undan og er því mun eldri en ég í dag InLove

Fyrst þetta er svona egocentrik færsla þá verður uppistaðan um mig frá mér til mín.  Boring ekki satt?

Annars gætum við snúið kvæði okkar í kross og talað um eitthvað annað.  Til dæmis þig LoL

Ég hef tekið eftir því að þegar að skortur er á samræðuefni ( hef starfað með ókunnugu fólki í gegn um tíðina og þögnin er eitt af því neyðarlegasta sem til er)  Þá er ég að tala um svona dauða þögn þar sem augnráð mætast og leita hjá því að komast í þennan kontakt þar sem sálirnar skáskjóta sér frá hvor annari.  Á þessum stundum hefur mér þótt best að ráðast á uppáhalds viðfangsefnið = þú og þínir.

Það lifnar yfir fólki og það má endalaust þræða umræðuna áfram.  Deginum bjargað!

Ég er löngu hætt í starfi sem þessu og er yfirleitt ein í mínum verkefnum.  Ræð mér sjálf sem er bæði gott og slæmt.  Í stað þess að fitja upp á samræðum þá syng ég, hlusta á útvarpið eða gruffla í heilahvelinu þegar þannig stendur á. 

Svo er það þróunin, hvert stefnum við og hvar erum við stödd i dag.  Hvað viljum við og hvað viljum við skilja eftir okkur?  Hver er ég, hver ert þú?  Skiptir það máli hver litla ég eða litla þú ert og gerir?

Ég held að það skipti öllu máli hver við erum og hvað við gerum, hvaða hugsanir við tileinkum okkur og ekki síst, hvaða virðingu við gefum.  Án virðingarinnar erum við ekkert.

Í kærleikanum er allt mögulegt

Í kærleikanum er allt mögulegt

Verum vönd að virðingunni og gefum frá okkur það sem við viljum taka til okkar.

Túrílú í daginn þinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Færsla um þig gæti aldrei verið boring

Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2011 kl. 21:39

2 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Þórdís mín þú ert svo yndislegt að ég segi eins og Hrönn, hvernig gæti færsla um þig orðið boring...ég meina það elska allt sem þú skrifar!!!!! Þú ert best!

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 3.10.2011 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband