Lítill fingur undir skottloki ...

Það var nefnilega lítill fingur sem klemmdist undir skottinu á bílnum.  Við vorum að koma heim og sonur minn var að þvælast og það er svo skrítið að stundum hugsum við það sem gerist áður en það gerist án þess að gera nokkuð i því.  Við fáum viðvaranir og hundsum þær eða tökum ekki mark á þeim.  Hugurinn og vitneskjan er svo undarleg að hvergi við fáum ráðið.

Sonur minn sá hrekkjótti litli fjandi setti puttann undir skottlokið á hlið bílsins þannig að allur puttinn náði að klemmast......

Það var eins og ég vissi það og var litið á þögult andlit er tók að afmyndast.  Hratt og örugglega opnaði ég skottlokið og sá lítið hrekkjuandlit afmyndast af sársauka.

Þetta lagaðist með puttann í gulu IKEA glasi með ísmola og hálfa hendina oní, Diet Coke koffínlaust og köld stafasúpa.  Þegar vinurinn var búinn með tvo diska af stafasúpu og þambað hafði heila dós af gosi byrjaði hann að kveinka sér en því var snúið í bros mjög fljótlega.

Já svona er þetta grátur breytist í bros á augabragði og oft þarf ekki nema eina gos til að kæta prakkarasvipinn!  Stundum þarf lítið til að gleðja stórt.  Stundum eru stundir ómetanlega dýrmætar án þess að við gerum okkur grein fyrir þeim.

Ég man alltaf eftir þegar Gógó Geirdal klemmdi fingur sinn á milli bílhurðarinnar og stafsins .... já það er ekki gott að klemma sig hvorki nú né síðar.

Lítill fingur er heill, liggur sofandi eftir að hafa sungið með stuðmönnum í allt kvöld ..... Stuðmenn eru bestir, fönn, fönn, fönn, íslensk fönn ....... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Björk

Já úff, ferleg svona klemmi móment en kók lagar margt vægast sagt!!

Knús til þín gleðigjafi!

Elín Björk, 19.5.2006 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband