Hugsa málið til enda .....

Hrikalegt, vægast sagt óendanlega líkt mér að hugsa ekki málið til enda.  Taka skyndiákvörðun og áætla að allt sé eins og í prinsessuævintýri. 

Hugsanlega  er þetta ævintýrið sem er rétt að byrja og mögulega megi túlka sem "Challenge" ... veit ekki en mín tók að sér að gæta lítls loðins hunds.

Aha....hundapía!

Konur hafa oftast mjög sterkt og gott þefskyn og ég hef 30falt þefskyn og finn lykt af rigningu 15 mín fyrir skýfall.  Finn prumpulykt 2 dögum fyrir prump og finn gróskuna eins og Baldur hér forðum.  Nú litli sæti hvolpurinn er þannig gerðu að honum finst subbulegt að pissa úti.  Á ekki við hann og vill helst gera það inni og láta svo skrúbba eftir sig.  Aha...........hundaþjálfarinn moi!

Ekki virkar danskan á hundinn en ég hef þá skoðun að hundar eiga bara að hlusta á dönsku, lig ned, sit stille etc ... ég er búin að reyna "HÆL" en NO WAY bara skotin í mér þessi voffi.

Svo skotin að hann ílfrar ef ég bregð mér frá en best að snúa sér að aðalmálinu.  Staðan eftir 26 klukkutíma gæslu þá hef ég fengið þann mesta FRUMHROLL ever ..... má líkja við OFSAOFNÆMI á versa stigi eða ÝKTUM GEÐBRIGÐUM sem valda skjálfta ..... Mín þessi geðmilda og rólega kona er komin í ákveðið geðlag að það hafði áhrif á allar sinar líkamans.  Fékk geðveikan sinadrátt eftir að hafa þvegið hundinn.  

Oj, oj, oj, gleymdi ég að nefna að "vinurinn" *kærleikshrollur* var búin að skíta því líka hlunkadrullu í feldinn að það þurfti þvílíkt bað að ég bið alla á himnum að gæta mín.  Oohhhh, er eiginlega komin með vöðvabólgu af tilhugsuninni, langar t.d. ekki í hund, never, aldrei!

Hugsa málið til enda!  Það eru til fallegustu postulínshundar ever í keramikbúðunum.........Viðkvæm eða viðkvæm, veitekki!

Að ónefndir lyktinni og þúsundföldu nefskyni þá kveð ég ykkur og bið guð að blessa litla skinnið sem býr hjá húðfrumusjúkri geðstirðri konu sem er þó jafnan hrifin af lífinu og vestfjörðum íslands! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ég var í nettu sjokki eftir gaerdaginn. Zá segi ég bara, litlu saetu kanarífuglarnir mínir eru kúl!

Eftir hroll og sinadraetti og nett taugaáfall eftir klíndu kúkszrifin zá bid ég um allt annad en hund í lif mitt. Zeir eru fínir í fjarska! "Svo tenz"

www.zordis.com, 26.5.2006 kl. 07:24

2 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Get skilið að óreind hundamanneskja fái sjokk við að passa hvolp sem ekki er orinn húshreinn :) En gæti ekki hugsað mér lífið án þessara vina ;)

Vatnsberi Margrét, 26.5.2006 kl. 17:49

3 identicon

segi nú ekkert um álit mitt á hundahaldi en dj...eru skemmtileg

solla (IP-tala skráð) 26.5.2006 kl. 23:33

4 identicon

þetta á náttúrulega að vera ERTU SKEMMTILEG

Solla (IP-tala skráð) 26.5.2006 kl. 23:35

5 Smámynd: Elín Björk

Thíhíhí....já, ég fékk nú snert af þínum hrolli.... kúkur og piss á gólfi og feldi á alls ekki við mig..... hvað þá heldur lyktin...... Knús og takk fyrir gærkvöldið!

Elín Björk, 27.5.2006 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband