Tengdamamma er æði ....

Móðir og uppalandi, gerði stórkostlegt starf hvað ektamanninn varðar (þ.e. son sinn) þar sem hann er hinn ljúfasti og ekki spillir áhugi á heimilisstörfum :)

Í dag fengum við Paellu, mjög góða og kampavínstár.  Það má segja að ef það er eitthvað sem á eftir að leiða mína í villur þá hugsanlega væri það kampavínið.  Jamm, gardínufyllibytta!  Hamingjusöm í gerfiheimi eitursins.   Yndislega búbblandi og perlandi .......  En burt séð frá kampavíni og góðri tengdamóður.  Vona að ég verði góð tengdamóðir (efast stórlega ;( 

IKEA ferð var haldin til Murcia og verður ekki farin aftur í bráð.  Þetta er nú meiri dótaríið sem er verið að selja og familían kom heim með;

Ramma fyrir Elínu Pelínu

Gluggasköfu fyrir soninn

Mottu í stofuna

Glerkönnu til að hafa alltaf vatn með niðurskornum sítrónum

Ódæl börn í bílnum á heimleiðinn sem þó eru farin að róast eftir kvöldmatinn.  Nú er verið að sjúga frostpinna og við horfum á fræðsluþátt með öðru þar sem einbeiting er ekki góð eftir daginn.

Hittum höfuðpaur gengisins og hann var sko hausstór.  Önnur Saga! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ummmm ... væri alveg til í Paellu ... með freyðivíni.

Þú átt eftir að verða frábær tengdó, þú hefur svo góða fyrirmynd ;)

Lisa (IP-tala skráð) 1.5.2006 kl. 11:54

2 Smámynd: www.zordis.com

Ég hef til mikils að vinna ..... Mun keppast við að verða góð tengdamóðir og rétt er það að fyrirmyndin er æði! Eitthvað annað en mín elskulega hafði. Já lífið er dásamlegt þegar góður hugur hvílir í loftinu!

www.zordis.com, 2.5.2006 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband