Þegar BEST gengur ...

... fer sálin í dvala.  Dvelur innst í huganum og róar sig, spáir og kváir!  Hvað er að gerast eiginlega, afhverju er allt svona samkvæmt óskalistanum, af hverju kemur upp þessi spurningarlisti sem þreytir.

Kanski vegna þess að mannlegt eðli stýrir duggunni?  Kanski vegna þess að tilveran er til að lifa henni, ekki til að velta sér upp úr henni um og ó ... Kanski er þetta eina og beina leiðin sem ég hef kosið mér.  Kanski er ég hin lánsama (thi hi hi) og heppna og sæla og alltaf með stæla!

Dreymdi Tolla og gaf honum koss.  Þetta var hinn eini og sanni Tolli þó ekki pabbi Péturs sem er líka flottur Tolli, ekkert sem skyggir á það!  Tolli listamaður, enginn annar, maðurinn sem veit ekki af því að hann á eftir að hitta mig, kyssa mig á vangann og taka í hönd mína.  Hva, ég á nú einu sinni mynd eftir  hann og hann veit ekki af því!  Hef lagt það í vana minn að hitta myndlistarmennina og konurnar sem ég á myndir eftir þar sem myndin verður ómetanlegri fyrir vikið ..... :)  Er t.d. alltaf að hitta mig og á alveg heilan bílskúr af myndum eftir mig ..... hver annari dýrmætari!

Jæja, krakkar mínir ..... kominn tími á Vallý svo nú kveð ég ykkur án nokkurra skemmtilegra sagna úr hversdagslífinu.  Buhu, fallegi litli bústni engilinn minn vængbrotnaði í dag ..... mjög leiðinlegt en hvað er svo sem hægt að svekkja sig yfir því, nákvæmlega ekki hægt!  Kaupa bara nýjann þar sem ríkidæmi er eina leið inn í framtíð glæstrar stúlkunnar.

 Við lifum í þessu lífi, njótum þess að gera vel, gera gott og vera góð við hvort annað!

Þegar BEST gengur, líður okkur vel ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður draumur ... og ekki amalegt að hitta alltaf konuna sem málar í kjallaranum, ég væri til í að hitta hana stundum líka.

BEST er að vera góð :)

Lisa (IP-tala skráð) 3.5.2006 kl. 13:36

2 Smámynd: www.zordis.com

Já það er sko best að vera góður .... svo er líka leiðinlegt að vera eitthvað annað. Draumar koma manni svo yndislega á óvart stundum! Ég var til dæmis kafloðin á fótunum eina nóttina og það fyrsta sem ég gerði var að kíkja á þá um morguninn .... já svona er etta!

www.zordis.com, 3.5.2006 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband