Næturblús ...

Sit í nóttinni og horfi í náttmyrkrið sem er þétt og fallegt.  Mér er hlýtt og langar að fara berfætt út og finna faðm nætur læsa sig í hjartnu mínum.

Það kom fínn úði svo það væri notalegt að tippla út og kæla sig aðeins niður.  Þessi stund fær mig til að hugsa um fótaböðin sem ég tek á sumrin.  Ég set kalt vatn og salt, stundum mýkingarefni í fótabaðið og nóg af muldum ís.  

Heyrði sagt að ef það stæði eitthvað í þér þá væri eitt besta ráðið að fara í, ísmolafótabað!  Sel það ekki dýrara hehe  

Vorið er angandi við Iberíuskaga það eru glampandi sólardagar, mistur sem skilur að og jafnvel þungskýjað sem þýðir að jarðvegur á von á vökvun.  Ég er hrifin af þessari árstíð því hún er svolítið íslensk í minningunni.  Já, það er oft hægt að fitja uppá fortíðinni þegar minningarnar eru sóttar.

Svolítið sniðugt með minningar, ilm og hugsun.  Hvernig sálin laðar fram boð um löngu orðna hluti, ilmur af fólki, ilmur af vanillu, ilmur, allskonar ilmur er kveikir í okkur.  Það er oft á þeirri stundu að kona fitjar uppá fortíðarflík og prjónar stanslaust í minningarnar og ef fram fer sem horfir mun ég geta spókað mig um í fallegri fortíðarflík þegar vor höfgar fyrir sumri.

En nú er það ástarfundur með nóttinni.  Held hún ætli að hvísla að mér sögum um löngu liðnar nætur, sýna mér myndbrot og gefa mér nokkur til viðbótar!  Það er kanski vissara að sækja kærleiksteppið og vefja því utan um okkur því nóttin getur verið hrjúf á sinn blíða máta.  Ég held ég halli mér að henni því brátt fara augun að síga og draumalandið kallar.

Ég veit að um leið og ég gef mig þá tekur á móti mér nýr ævintýraheimur í landi drauma, ég þarf að halda áfram starfi mínu þar og hvíla kroppinn sem neitar að sofa.

Góða nóttina í hjartað þitt.  Ég ætla aðeins að slóra áður en ég drep andvökupúkann InLove


Allt í einu ....

....  Já, svo ógurlega snöggt þá fer litli konuheilinn á flug.  Ég elska að vera kona, ómæld forréttindi að geta lifað með sálina í konukropp, fundið hið feminíska út og inn.  Það er eitthvað svo rósrautt sem hangir yfir mér, eitthvað sem segir mér að lifa hægt og njóta rólega.

Í glerskápnum eru fögur kristalglös, svo undurfalleg að ég stenst ekki mátið.  Ég tek þau eitt af öðru og stilli þeim á eldhúsborðið.  Er hversdagslega hátíðleg.  Við drekkum sódavatn úr fallegum glösum gerðum úr kristal.  Munstrið er olífublaðið.  

Ég er búin að vera löt, svo ógurlega löt með kroppinn, það er eins og sálin sé ósátt og tók heilann á eintal.  Við erum að vinna í því að gera heilann að herranum í hinum feminíska líkama og vinnum nú hörðum höndum í því að finna hamingjustatus umfangs.  Já, það er þetta með hamingjuna og hugann!

Ég er ferleg þegar kemur að brjóstahöldurum.  Kannastu við að hafa annað alltaf svolítið poppaðra en hitt?  Sko mitt vinstra = hægra séð frá þér er mun poppaðra en hið hægra.  Kanski vegna þess að ég er með þjálfaðra vinstri heilahvel en nei, þá ætti að að vera öfugt!  Fann samt góðan stuðning um daginn og nærur í stíl.  Ofurkroppurinn gengur í fínum blúndu undirfötum við hverskyns tækifæri.

Man eitt sinn er ég vann við sérlega verkefnagerð að við hvern áfanga verðlaunaði ég sjálfið með fallegum undirfötum.  Eigum við ekki bara að segja að ég eigi slatta til skiptana InLove

Ég er pínu  að stelast.  Hugleiði stundum tilganginn!  Svo horfi ég á laufblaðið á rósinni og dáist að því hvað það er fullkomið.  Er bara þarna með mikilvægt hlutverk lífkerfis rósarinnar.  Já, lífið hefur sannarlega tilgang og hann stækkar og verður umfangsmeiri eftir því sem árin líða, eftir því sem við njótum meira og hrópum hærra í hjartanu.

Það er þetta fallega í stundinni er lyftir mér hærra.  Ég kann ekki að lýsa því, hef enga lausn né get mér í eyður.  Ég er hér og ætla að njóta þess.

Á eldhúsborðinu er fallegt kristalglas sem ég fylli af sódavatni fyrir börnin mín, sparistellið er slitið og notað!  Það fer að líða að nýju sparistelli því lífið er hversdagslegt með öllum fallegu litríku stundunum sem ég á með þér Heart

Það væri synd að segja að lífið væri ekki ánægjulegt.  

 


Löngun ....

...  Já, það er eitthvað við þetta allt!  Þegar vorið stendur við næsta horn, bíður óþreyjufullt þar til þú tekur í hönd þess og heldur á vit ævintýra.

Ljóst hárið og gulir silkiborðar  halda hárinu í tígó.  Hún er í hnéháum sokkum, hvítum.  Plíserað pils og léttur bolur því veðrið er svo gott.  Í hönd sinni hefur hún sippuband en hún á fund með vorinu og ætlar að söngla af hjartans list.

Það er lítill munur á vori þá og vori nú.  Eina sem skilur að eru árin í hjarta konunnar.  Konan elskar vorið.

Í dag sleikti sólin vanga minn, setti roð í kinnar og líðan öll hin ljúfasta.  Ég átti stefnumót, tók að mér verkefni sem leyst var með miklum glæsibrag.  Eftir miklar göngur og reddingar var haldið undir sólhlíf og sötrað á ísköldum drykk með ítölsku meðlæti.

Það er svolítið gaman að því hvað ég er hrifin af öllu því sem ítalskt er.  Leið mín átti klárlega að liggja þangað en ekki hingað, Iberíuskaginn sjálfur.  Staður og stund, tíminn og rúmið er við veljum í hjarta dveljum.  Ég leysi þrautir þessa lífs af gleði með sjálfri mér, með yndislegum börnum og góðum maka.

Hvað ber lífið í skauti sér?  Ef ég bara vissi Heart

Ég gleðst með þér í því góða, ég græt með þér og stend við hlið þér er skugginn skyggir á sólu.  Saman getum við tekist á við hæstu fjöll og ólgandi hafið.  Mannlegur máttur í krafti þess æðri fær engan stöðvað.  Við erum með hlutverk, eigum tíma sem þarf að nota.

Það er alltaf gott að íhuga sporin, hver við erum og hvert við höldum.  Ég veit að það þarf að breyta mörgu til að geta sofnað sáttur og tekist á við systurnar eins ólíkar og þær eru.  Gleðin og sorgin!

Ég elska vorið og ég finn góða löngun til lífs.

 


aÐeins ein af þrjú100.

Í 300 orðum er ein hugsun

Í einni hugsun búa þúsund orð sem aldrei ná fram.  Við erum svo mensk að höftin grípa í taumana, taka frá, flokka og setja okkur í farveg.  Farvegur er ilmar af mold.  Ég er hætt að hugsa og sameinast gróðri enda rigndi áðan.  Það er svo góður ilmur er hangir fyrir vitum!

Og svo hugsaði konan.  

Frá einni hugsun í aðra þá erum við mannlegar verur afskaplega hæfar og getum allt!  Ósjaldan sem við peppum okkur upp og styrkjum hvert annað með orðum.  Öll þessi geta og hæfni til að gera skilar hins vegar engu ef framkvæmdina vantar.

Orð hverfa í skuggan þegar athöfnin er engin.  Við njótum ekki hæfileikanna til fulls, þess er þú hefur að bjóða.  Bregðumst hlutverki okkar, föllum frá ábyrgð, sundrumst í eilífð einskis.

Ég fel mig á bak orðanna finn hugsunina sem hefur ekki þetta skilyrta ferli gjörða.  Ég ákv. í huganum, gef mér sjénsinn.  Kanski á morgun, leggst á bekkinn og hugsa um Lækjarbakka lata-Geir.  Svo rennur upp ljós og ég veit að það sem ég framkvæmi í dag, það sem ég læt í verk verður að nýju ljósi er rýmir dag.  Ég lofa sjálfri mér að dagurinn í dag er dagurinn til góðra verka.  Alveg satt!

Svo sest ég niður og hugsa um 300 daga í einum, sá eini sem varð að öllum hinum og sameinaðist í sál minni.  Ein stund í einni hugsun!  

Ég er frjáls, geri það sem ég vil.  Sumt kann ég annað ekki!  Í dag tek ég bókhaldið, læri það smátt og smátt.  Fob og Cif samningar, Debet og Kredit og stemma af.  Já, ég læri og lifi.

Vínberjaást

Kanski ég hvíli mig aðeins áður en bókhaldið hefst.

 

Vertu frjáls og njóttu dagsins.

 

 


Er hið góða til ...

InLove

Tilveran er dásamleg í öllu sínu!  Ég vildi gjarnan geta rætt við sjálfið á öðru plani.  Snert taugar og togað sálina vítt og breitt.  Finna takmarkið, nálgast mörkin sem skilja að.

Í mannlegum mætti, draumfögur í öðrum heimi.  Skilaboðaskjóðan smýgur að handan, velur mér leið, ýtir við mér hvarvetna.

Við dæmum og drögum fólk á eyrum í huganum, slátrum sálinni með hugsunum, verða aldrei samferða okkur í lífinu.   Þá hugsa ég um þverbak, um frelsið.

Dásamlegt frelsi hins mannlega.  Standa í hæstu hæðum og láta raddböndin þenja sig, slá tóna í átt að örum víddum.  Vera frjáls þar til enginn sársauki þekkist í líkamanum.  Svífa vængjum þöndum, vera fuglinn.

Fuglinn minn er sem aldrei krunkandi sæll og glaður.  Ég gef honum heim!  Við höfum verið samferða líf úr lífi og ástin hin eina hreina fylgir okkur í eilífðina.

Kona og Krummi

Kona og Krummi

 Já, það sem fylgir okkur er hluti af okkur.  Við sköpum okkur með aðgerðum, atferli og þess eins að vera.  Ég í sjálfri mér, með þér, án þín, kanski alein en samt aldrei ein.  Því ég er og verð alltaf með þér.

 Lífið

ljósið

Heart

allt hið góða.

 


Að standa nakin ....

...  Vera á hæsta stól, í engum kjól.  Nakin!  Já, nakin frammi fyrir sjálfum sér.  Horfa í augun og sjá hið rétta, endurkast spegils, endurkast sálar.

Finna ilm sólar, golunnar og þess er móðir jörð sendir okkur.  Já, endalausar uppákomur jarðar ....

Þegar við horfum aftur í tímann, svo langt aftur er fáir muna finnum við frelsið, hið eina.  Hækja lífsins.  Við stöldrum við, íhugum og höldum leið.  Fyrirframákveðin sporin mörkuð, hver andardráttur.  Fyrirfram svo löngu fyrirfram ákveðið.

Svo stóð hún á stól,

stelpan fríð og rjóð.

Með hárið greitt 

og brosið breitt.

Á stól,

 í sparikjól.

Stúlkan,

í sjálfri sér.

Svo opna ég augun og finn kitlið.  Það er sólin er vekur mig, draumaheimurinn hefur yfirgefið mig.  Kanski eins og þú?  Ég spyr mig því ég veit ekki, kann ekki að ráða drauma.

Tíminn líður allt of hratt, tungurnar eru of margar, of harðar stundum íllar.  Svo koma þær, hinar ljúfu er bera þig á örmum sér.  Þér líður vel, ert pínu drottning.  

Já, svona er lífið.  Brot af öllu, pínu hér og pínu þar.  Allan tímann stendur hún, sálin þín, nakin.  

Allsber í lífinu.

 


Því þá kemur þoka ....

er í fangelsi og er andvaka.  Tíminn ákvað að hinkra eftir mér á meðan ég kem mér út úr þessari nauð.  Takk!

Lét undan sjálfri mér og skráði mig á námskeið á Bifröst er ber heitið "Máttur kvenna I",  já, gerði það.

Sit með imbann á hundrað og gleypi í mig brjóstsviðatöflur.  Fékk eitthvað svo heiftarlegan sviða og er búin að reyna allt.  Drekka vatn og matarsóda, drekka vatn og ávaxtasalt og loksins brjóstsviðatöfluna Almax.  Finn enn fyrir óþverra innaní mér en hef grun að helvítið gefi sig.

Er sátt og sæl, hata allt væl og brosi.  Ég viðurkenni að ég brosi með þreytulegum og andvaka augum.  Líklega er best að skella sér á koddann með góða bók því það er líklega ekki neitt eins gott við svefnleysi eins og að halla sér með skruddu.  Venjulega næ ég að lesa innan við 10 bls.

Ég er líka svo glöð út af einhverju sem ég veit enn ekki hvað er.  Ekki er ég ófrísk eða ógift "hux" ekki hef ég líkþorn né ilsig (það er nú liður út af fyir sig til að gleðjast).  Hljómar samt ekki sérlega vel að segjast vera hamingjusamur og glaður því ekkert sé líkþornið.

(MYND)

Stundum, bara stundum hugsa ég að þeim mun glaðari og sáttari sem fólk er, t.d. ég ( ég er voða glöð og skemmtileg og tæti af mér rauðhettubrandara og kveikiþráðabrandara og páfagaukabrandara.  Ég sem segi nánast aldrei brandara) Já, það er nebbl. það!  Fólk gæti kanski haldið að eitthvað skets væri í gellunni, en það er svo sem í lagi!  Mér er slétt sama hvað fólk heldur um mig, hvernig fólk sér mig eða les mig (fáir sem lesa mig núna) hehehe  (smá veila í gangi núna hehe).  

Bara svo ég gleymi ekki að nefna það við mig að þá er sólin búin að spila lykilhlutverkið í dag.  Meiri bongóhamingjudagurinn.  Tja, ef við sneiðum framhjá fílukasti sonarins og atriðinu þegar hann lét sig hverfa og ég hljóp rafmagnsstigann á tveimur jafnfljótum í þremur atrennum uppá næstu hæð að leita að litla fílupokanum.  Spretti úr spori þegar krakkinn lét sig hvefa.

Undir flestum kringumstæðum (í öðru landi eða bæ) (( t.d. Þorlákshöfn)) hefði ég bara farið heim, hellt mér uppá einn rúkandi og úðað í mig Góa rúsum.  En þar sem ég var erlendis þar sem börnum er rænt og perrarnir afgreiða í stígvélabúðum þá leið mér ekki vel að hafa prinsinn helt alene.

Anyway.  Dagurinn leið stóráfallalaus að kvöldi og nú er komin nótt er svífur í átt að degi.  Tek líklega Mávahlátur í hönd og búi mig undir blíðan svefn þar sem englarnir leiðbeina okkur sofandi mannenglum.

 Ást í poka sem ekki má loka.


Tíst ....

... Það er gott að tilla sér á sálarstrengi og hugleiða farin veg, hugleiða stundina og leiðina er við tökum.  Lítilll fugl á örfínum þræði lifsmarka, dregur andann og fyllir líkamann orku dagsins. 

Rósin eina, hin er vex, lifir í jarðvegi moldar er þarnast vökva, ástar og alúðar.  Lífsneystinn, teygir anga sina og sendir sætan ilm til að gleðja þig.  Rósin er býr í hjartanu er heimili hennar, hún, hin sanna er gengið hefur veginn.  Hún er litrík og ljúf, jafnframt grimm og hrjúf.  Nærveran sú ljúfasta í heimi, ég elska þig, ég elska lífið og ljósið er varpar skuggann í litbrigði verunnar.

Og svo kom föstudagurinn og konan vaknaði af værum blundi.  Var til í að sofa lengur þar sem sálin hafði verið við garðyrkjustörf í draumaheimi.  Falleg tónlist og ilmur drauma reyndi allt til að ná konunni niður.

Rjúkandi kaffi og krakkaknús kom henni af stað.  Konan átti stefnumót, sinnti viðskiptavinum og fór í eftirlit.  Næsti viðskiptavinur beið og gekk allt eins og í sögu.  Við spáðum og spekuleruðum, fengum okkur "cortado" stuttan kaffi borið fram í litlu glasi með ögn af mjólk.

Sólin steikti okkur og við spjölluðum um heima og geima.  Það er gaman að vera með góðu fólki.

Dóttlan mín átti sweet 16 afmæli í gær og við vorum búnar að ákveða að brýna eyðsluklærnar, fara að verzla.  Ef þið bara vissuð hvað gamli kroppurinn er þreyttur núna.  Mér leið eins og hrægarmi þar sem ég skoppaði á eftir ungu dömunni.  Það var mátað og mátað, mátað örlítið meir.  Fallegast jakki og eitt og annað rataði í innkaupapokann.  Enn eru útsölur og hægt að finna margt vandað ef hugkvæmnin er til staðar!

Það verður dagur 2 í shop því við fengum ekki allt í afmælispakkann Heart

Dagurinn hefur liðið ótrúlega hratt og myrkrið heldur þétt um okkur, Eurovisionpakki með kvöldinu.  Hitti konu sem starfar hjá bæjarráði og hún bauð okkur að koma og fylgjast með útsendingu á vinsælum bar hér í bænum okkar "Orbita".  Það er nefnilega stúlka úr bænum okkar er keppir um þátttöku Spánar í kvöld.  Er löt, held ég verði heima!

Styttist í draumaheim og hjartans tíst.

InLove

 


Hugleikur ....

....  Ég leik mér í huganum.  Ég finn nærveruna í húsinu er andar ótt og títt.  Það er ástin Heart

Ástin birtist í ýmsum myndum, gefur frá sér hlýju og blíðu.  Ég veit það fyrir víst að kærleikurinn og friðurinn er fallegasta myndform ástarinnar er til er.  Fyrir mig.

Við getum ekki alhæft eitt fyrir alla en við getum verið sammála um ótalmarga hluti.  Dagur ástarinnar er að mínu mati markaðsfræðileg snilld.  Á kanski ekki við um litla Ísland en víðast hvar í Evrópu er þessi dagur stundaður af mismiklu kappi.  Ameríkaninn missir sig í bleikum hjörtum, rauðum rósum, konfekti og kynlífi á bak við læsta hurð.  Förum ekki nánar út í það en kynlíf er fallegt þegar ástin er annars vegar.

Ég hugsa til baka, um fyrstu ástina, um fyrsta kossinn og þær hugmyndir sem voru í táningshug.  Tónlistin og þessi dásamlega yfirliðstilfinning þess að elska.  Líklega "skotin" betra orð því á táningsaldri erum við tæpl. hæf til að elska.  Eða hvað?  Tilfinningar hafa ekkert með aldur að gera, ekkert með hugmyndur sjálfsins að gera.  Getum við öll elskað?  Líklega, bara hver á okkar máta.

Fyrsti kossinn

Að elska er flókið fyrirbæri, ekki bara gott, gott heldur líka vont, gott.  Þrátt fyrir þá er ástin fegurð hugans er við myndgerum hver okkar á ólíkan hátt.  

Ég er lánsöm að elska.  Opna augun og elska daginn, þakklát í elskunni fyrir veruna.  Ég sé börnin mín og ég elska þau, er þakklát fyrir þau.  Ég elska manninn minn og er þakklát fyrir að finna elskuna endurgoldna.  Ég elska ljósaskiptin og rökkurróna, nýkreistan appelsínusafann, vera berfætt og finna fótkuldann, fara í sokka og teikna andlitið er fylgir huganum.  Ég elska Heart

Skemmtilegur hugleikur "að elska".


Knúsa þig ....

...  Svona nývöknuð horfi ég heilluð í ljósaskiptin, sé bregða fyrir allskyns skuggum og ímynduðum verum.  Ég sit með kaffið mitt og nýt ylsins og ilmsins í morgninum.  Úti er dagurinn að ryðja sér rúms og það er eitthvað svo dulúðlegt við þessa baráttu.

Á örskömmum tíma hefur nóttin aðlagagst degi, nýjar reglur er gilda.  Lífið tifar, tekur á móti þér.  Er tilbúið að taka við þér og leiða þig í daginn.  Tækifærin, gullslegin og töfrum lituð svífa hjá, hvert og eitt ætluð þér Wizard   Ég er tilbúin og ætla að grípa mitt tækifæri, alveg kominn tími á að Duggan breyti för, lygni augum í leit að nýjum mar.  

Mynd tekin yfir strandlengju Costa Blanca

Dulúð birtunnar er endalaus fegurð.

Á örfáum mínútum er dagur kominn, þys mannfólksins er komið á fulla ferð.  Búið að vera á fullu frá því ég lagði aftur augun.  Á meðan konan hvíldi sig og hlóð lífsgildið þá var þys lífs hinna sem stóðu vaktina.  Ég er mætt á vaktina og mín bíða spennandi ævintýri.  Þú veist, hversdagsævintýrin!

Í hinum sama koma þau, tækifærin dulbúin.  Hvísla í vit þér, gera allt til að hlust þín nái orðum er fljúga við hjartastöðina.  Tik, tak, tik, tak .......

Þakflís rustico

Konan og Maríuerlurnar

Í dag ætla ég að leggja fræ í jörð, varðveita og hlúa vel.  Ég mun sjá þig vaxa og aðlagast umhverfinu.  Ég ætla að vaxa í dag og aðlaga mig að hjartans þrá, lyfta hug á hærra svið og finna farveginn.  Ég er þess verðug og sé hið góða streyma til mín.  Það er gott að eiga góða að, gefa kærleik og þiggja hann beint í hjartað.  Án þín væri lífið dapurt, tómt, ekkert.  Með þér myndum við hin fullkomna píramída, þríhyrning tákn eilífðar Heart

Það þarf svo lítið til að gleðja, vekja veika von og gefa henni flug.  Held ég fái mér annan kaffi, líti í spegilinn og heilsi uppá konuna sem er búin að vera vakandi svo lengi.  Já, hún er bara glimmer fín þessi kona.  

Knús í daginn þinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband