Snilld að þekkja Sítrónur sem vita fátt um flest og flest um fátt!

Eða svona orðaði Sítrónan sjálf kunnáttuna eða það sem viðkomandi vildi gefa upp.  Umboðsmaður með meiru sem er kært um alla sem nálgast hana og umgangast.

Í tilefni dagsins hef ég útbúið yndælan Sítrónu drykk sem samanstendur af 2 Sítrónum og líter af vatni.  Þetta er svo drukkið ferskt og kallt.  Líkaminn fær nægt C vítamín til að vaka hugsanlega lengur en til kl.22:00.  

Ég hef möndlað við að bæta inn myndaalbúmi inn á síðuna mína og það verður að segjast að heppni er meiri en snilld.  Ég var meir að segja til í að afsala mér síðunni til hæfari aðila til að aðstoða mig í allri þessari heppni sem rignir yfir óflasað hárið.  

 Er bara nokkuð ánægð þessa dagana enda styttist í langbesta tíma ársins, þ.e. tíma sumarfría og skemmtana með fjölskyldunni.

Kanski ég dusti af pennslunum mínum.  1 líter af C vítamíni fyrir svefninn er kanski ekki það besta en frískandi er það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

já ég hringdi í zotann í gaer og sagdi...."fardu á mbl ... etc" Zótinn hélt að eitthvað alvarlegt hefði gerst á litla Íslandi! Þarf að finna sótann líka ;)

Bara gaman!

www.zordis.com, 11.5.2006 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband