Snemma í háttinn og snemma á fætur.

Það er augljóst að þegar konur eins og ég, fara snemma til rekkju og í eðli sofa aldrei út vakna eðlilega snemma.  Ég bjóst við fyrr en náði að sofa til kl.07:00.  Í nótt gekk ég í mínum vanalega svefni, ráfaði yfir í hvílu sonar míns og festi þar allt vit og meir að segja dremdi frá mér vitið.  Þá er spurningin fyrst vit er fest og frádreymt hvort maður vakni vitlaus á ljúfum laugardegi.

Skiptir ekki máli hvort ég hafi vitið með eða án þar sem ég er og verð ég sjálf, burt séð frá ......

Blessaður sonur minn rumskaði ekki þegar hann fékk heiminn á bringuna sína í morgun en lampinn sem látinn er loga yfir nóttina er í formi heimsins og hefur afskaplega rómantíska milda týru.  Drengurinn hafði vafið snúrunni um annann fótinn og togaði hann með þeim afleiðingum að hann small í bringuna á honum.  Ekki rumskaði þessi væri engill og hélt áfram svefni.  

Fyrsti kaffibollinn hefur runnið ljúft niður og mín búin að hvolfa!  Næst á dagskrá er kjallaraskoðun og myndun þar sem engin hugsun hefur verið til viðhalds á heimasíðunni minni.   Þið eruð velkomin að kíkja www.zordis.com það er alltaf gaman að fá góða í heimsókn.

Eigið yndislegan dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Björk

Sko nú lýst mér alveg rosa vel á þig, bæði hvað varðar penslasveiflur og MYNDATÖKUR!! Spurningin er hvort ég miði ekki minn útreiðartúr við lok myndatöku á þínum bæ og komi með í hugsun um viðhald heimasíðunnar**

Elín Björk, 13.5.2006 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband