Með Pensilinn að vopni ....

Það má segja að pensillinn hafi verið mundaður í kvöld.  Kom reyndar ekkki heim fyrr en rúmlega 20:00 og var að drepast úr þorsta.  Og, hvað er til ráða?  Nú, þamba fullt af vatni og fara í kjallaraskoðun!

Mín kláraði Angels and Devils en á þó eftir að mynda eins og svo margar aðrar!  Vann svo af mikilli ástríðu við keppnismyndina sem er búin að vera hálf einhvernvegin í rúmt ár!  Er bara ánægð með útkomuna en mun þó fínissera andlitsdrætti.  Náði Hrafninum rosalega vel og skín karakterinn úr andliti hans!  Hlakka til að henda henni inn í myndlistarkeppnina en þarf að finna og muna leyniorðin mín fyrst.  Aha, ég er svo hræðileg hvað varðar leyniorð og nöfn að það hálfa væri nóg.

 Eftir 7 mánaða hjónaband þá grillaði ég í fyrsta skipti á Partýgrilli himnaríkis og gekk vel.  Ekkert brann og ekkert tjón varð af, átti sossum ekki von á neinu hrikalegu en þar sem ektamaðurinn sér jafnan um eldamennsku þá kom þetta frekar spænskt fyrir að mín væri í senn að þrífa og elda og huxa um börn!  Orkudreki þessi zordis, það verður að segjast!

Klukkan tifar og það væri ráðlegt að koma sér í háttinn eftir notalegan dag!  Góða nótt og takk fyrir innliltið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Væri það sniðugt?

Hvað finst þér ..... kanski ætti ég að segja hvað mér finst! Var að prófa mig áfram .... Er að skjótast niður að strönd og heyri vonandi í þér seinnipartinn. Þú mátt bretta upp ermar og hafa lausann taum!

www.zordis.com, 15.5.2006 kl. 10:09

2 Smámynd: www.zordis.com

Go girl!

www.zordis.com, 15.5.2006 kl. 13:24

3 Smámynd: Elín Björk

Rosa flott keppnismyndin þín og bíð spennt eftir að sjá engla og djöfla á spottinu þínu!

Elín Björk, 15.5.2006 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband