Tíminn er núna ...

.... hefur aldrei verið meira áberandi og stendur beint fyrir framan mig!

Ég fékk gott fólk í heimsókn í gær, brilljant veður og gott spjall.  Það smá saxast á þakflísarnar og í gær fór ein af mínum uppáhalds yfir hafið.  Ég hef ekki setið auðum höndum undanfarið, hef verið þreytt og tók á frk. þreytu í gær og fór að sofa fyrir klukkan 22.00 og er eins og nýslegin í dag!

"Moi" átti inni pöntun á þakflísum sem eru 50 cm á lengd og var spennt að geta hafist handa við efnið en allt kom fyrir ekki að þegar ég fór til að sækja pöntunina hafði verðið hækkað um helming frá því ég panta og varan kemur!  Þakflísar fara hækkandi eins og bensínverðið ... nú er bensín ódýrara en olía .....  Algjört hneyksli í landinu mínu.  En, þegar ég var að grammsa í þakflísadeildinni (heavy gramms) þá fann ég algjörar dúlluþakflísar og ákvað að kaupa nokkrar og þvílík krútt!

Þakflísar 40 og 20 cm

Sjáið munin ....

Dagurinn í dag verður stútfullur hjá úthvíldu konunni.  Ég finn fyrir þakklæti sem er boði á góða hluti.  Ekki að ég hafi ekki nóg að þakka fyrir!  Ísland er á næsta leyti .... þakflísaflutningar þar sem ég ætla selflytja verkin heim í handfarangri og útvega mér stað þar sem hægt er að sjá þau "læf".

Til gamans þá læt ég ykkur njóta nokkurra krútta sem hafa bæst í safnið ... myndirnar eru teknar án flass en birtan er ógurleg hjá mér .... LoL  Verðin á flísunum eru; 14.000 krónur stærri flísarnar (40 cm) og 8000 krónur þær minni (20 sm) ..... fyrir ykkur sem hafið áhuga! 

Kona og fiskur 20 cm

Þakflís 20 cm 

Hlýja 20 cm

20 cm þakflís

Eigið yndislegan dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það var gott að þú fékkst gott fólk í heimsógn í gær gott að þú hefur að náð að hvíla þig elsku Þórdís flísarnar þínar eru svo fallegar.

Eigðu góðan dag mín kæra Þórdís.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.3.2008 kl. 10:01

2 identicon

Hæ, hæ Þórdís

Ég er sammála Kötlu flísarnar eru mjög fallegar! Ég býð spennt eftir að fá að sjá þetta allt saman life ;o)

Góðar kveðjur frá okkur á Egilsbraut 24 til ykkar á spáni.

Freyja (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:07

3 Smámynd: www.zordis.com

Já Móðir ég hringi ... Freyja við hittumst og Katla takk fyrir þín hlýju orð!

Er hlaupin út í vorið, ca 20 ° núna ....

www.zordis.com, 13.3.2008 kl. 11:37

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Fallegar nýju flísarnar þínar, enda ekki við öðru að búast

Sporðdrekinn, 13.3.2008 kl. 12:44

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það styttis í að þú kemur, ég hlakka svo til. Verð sko að hitta þig og flísarnar, veit að systir mín ein mundi vilja sjá þær og ef til vill fleiri.  Knús Blow A Kiss til þín ljúfa kona

Ásdís Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 15:16

6 Smámynd: www.zordis.com

Takk og Ásdís við verðum að deita ... er ekki kaffi á Krúsinni alveg tilvalinn staður?

www.zordis.com, 13.3.2008 kl. 15:20

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er gott að skapa, þá leikur barnið sér !

fallegt texti og myndir.

Blessi þig

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 16:57

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þær eru æðislegar flísarnar þínar.

...hvenær verður KaffiKrús-sýning á þeim á Íslandi?

Marta B Helgadóttir, 13.3.2008 kl. 20:23

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Zordís mín, þú verður að auglýsa hvar þú ætlar að halda sýningu þegar þú kemur. Mikið hlakka ég til að sjá verkin þín -- og þig.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.3.2008 kl. 21:03

10 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Æðinslegar flísar, endilega láttu vita þegar þú kemur og verður með sýningu

Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.3.2008 kl. 00:33

11 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Veistu eitthvað um hvenær þú verður næst með sýningu, hér heima?

Mann er farið að langa til að sjá verkin þín , svona beint, fyrst maður getur orðið svona heillaður af því að sjá myndir af þeim, hlýtur hitt að verða STÓR UPPLIFUN 

KissesSendi þér knús út í vorið!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 14.3.2008 kl. 08:22

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæjjj ástin ég er farin að telja niður og okkur stöllum hér í þolló er farið að hlaka mjög til að hitta þig........

Ertu með sýninguna þarna þú veist????Ef ekki þá æ fékk hugmynd humm !!!!!

Dúllu flísar og hinar flísarnar eru algert æði og mig vantar VEGG

Knús á þig rúslurasinn minn

Solla Guðjóns, 14.3.2008 kl. 10:10

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Krúsin er ulpplögð, þú þarft að hitta fleiri konur en mig hef ég grun um, við getum haft fjöldahitting.  Bunny

Ásdís Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 18:01

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert krútt

Hrönn Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 22:18

15 Smámynd: Elín Björk

Finnst krumminn svo mikil snilld, sætar þessar litlu flísar  Hlakka til að sjá þær læf!
Knús smús á þig á föstudegi  Nú eru ekki margir dagar eftir!

Elín Björk, 14.3.2008 kl. 22:34

16 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu góða helgi mín kæra

Brynja skordal, 15.3.2008 kl. 00:15

17 Smámynd: Inga Steina Joh

Verðið hækkar með eftirspurn :(. Flísarnar þínar eru bara "  kjempefine, nydelige, herlige, röffe, töffe, frábærar...... :D. Þær eru rétt og slétt unikum  

Gleðilega páska   

Inga Steina Joh, 15.3.2008 kl. 06:46

18 Smámynd: Margrét M

já rétt þetta geta verið snilldar brúðargjafir

Margrét M, 15.3.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband