Listasýningin á Þakinu ....

.... það styttist í ferðalagið okkar; Ísland fagra Ísland.

Almennilegt vetrarfrí framundan og mikil tilhlökkun hjá börnunum að sjá snjóinn og geta leikið sér við snjódúkkugerð og englaframleiðslu.  Drengurinn er vís með að liggja á bæn til að fá nóg af snjó.

Við munum dvelja þessa viku í Þorlákshöfn ðe City eins og margir búar kalla bæjinn.  Nafli alheims er sko ekkert slor þótt Sigrún bloggvinkona mín sé ósátt við þefinn sem leggur sig á snúrurnar.

Ollasak bloggvinkona er ein af þeim konum sem eru stútfullar af hugmyndum og þegar ég heyrði í henni um daginn þá lét hún það bara flakka.  Sko !!!!  Zordís, taktu sal á leigu og bjóddu gestum og gangandi uppá litla listasýningu og kaffi.  Þessi hugmynd fanst mér mjög sniðug hjá henni InLove Ooooog það sniðug að hugmyndin fékk líf.  Ég grennslaðist fyrir um sal sem er laus á föstudaginn langa.  Þennan dag munum við Solla og Sigrún vonandi líka og Lísan mín skrafa í kaffispjalli og ekki má nú gleyma Björkinni sem verður að koma og hitta vinkonurnar mínar!

Já, það virðist allt stefna í að Listasýningin á Þakinu líti dagsins ljós á föstudaginn langa og erum við að stefna á opnun frá klukkan 14:00 - 18:00.  Er ekki tilvalið að taka bíltúr í eitt af fallegri bæjarfélögum landsins, Þorlákshafnar og skoða list og njóta kaffisopans með okkur vinkonum.

Hugmyndir fljóta um geyma er læðast í mennska heima.  Hugmyndin er nú orðin að einhverju meira og í höndunum á okkur verður þetta skemmtileg tilbreyting og ég óska þess heitt og innilega að sjá ykkur bloggvinir mínir í kaffispjalli næstkomandi föstudag milli klukkan 14:00 - 18:00.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrikalega góð hugmynd!! Þú skalt reikna með mér - þótt ég þurfi að hjóla niðr´eftir....

Hrönn Sigurðardóttir, 15.3.2008 kl. 16:44

2 Smámynd: www.zordis.com

Takk Hrönn! Það er hughreystandi að vita af því að þú komir! Hlakka mikið til að hitta þig .....

www.zordis.com, 15.3.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Sigrún

Jú gó girlí mér líst alveg svakalega vel á þig !!! og við vinkonum rúllum

Sigrún, 15.3.2008 kl. 17:12

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Já ekki svo slæm hugmynd að rúlla austur fyrir fjall á föstudaginn langa, ætla að reyna allt til þess að komast.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 15.3.2008 kl. 21:54

5 Smámynd: Dísa Dóra

Já kannski maður renni  nú bara og kíki í listakaffið Aldrei að vita nema ég gæti bara fiskað Hrönn upp á leiðinni

En hérna fyrir ljóskuna mig - hvar nákvæmlega er sýningin???

Dísa Dóra, 15.3.2008 kl. 22:26

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég mæti! ......ef ég má? Hvar er þetta þak?  Í Þorlákshöfn?

Marta B Helgadóttir, 15.3.2008 kl. 22:52

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég myndi svo sannarlega koma ef að ég væri á suðvesturhorninu, ég verð víst bara að öfunda þá sem komast til að sjá sýninguna og þig!

Huld S. Ringsted, 15.3.2008 kl. 23:13

8 Smámynd: www.zordis.com

Guðborg, hjartanlega velkomin, endilega fáðu móður og fleiri vinkonur til að koma í kaffibolla! Það væri vissulega gaman!!!!

Marta þó það nú væri, það er skylda að hittast!!!´

Dísa Dóra, ef þið komið ekki saman stöllur þá næ ég í ykkur og þið verðið hálfan daginn með mér  donn díll ....

Huld það væri yndi að fá þig í kaffi svona nýbúna að ferma og afslappaða!  thi hihi

Kiwanis húsið í Þorlákshöfn er staðurinn að þessu sinni.  Ég skal senda ykkur frekari upplýsingar á maili um hvernig þið komist !!!!  zordis@zordis.com

www.zordis.com, 15.3.2008 kl. 23:59

9 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Ææææ, nú myndi maður vilja vera á suðvesturhorninu, en þetta er full laaangur rúntur fyrir mig héðan af norðvesturhorninu...    En það kemur að því að maður verði á réttum stað á réttum tíma

Góða ferð og vona að þið eigið yndislega tíð, hér á ísaköldu landi!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 16.3.2008 kl. 05:30

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Frábært...þú mátt senda mér mail því veit ekkert betra að gera á föstudaginn langa en að bregða mér af bæ og hitta yngsigyðjur og listatröllur. Og þig í eigin persónu á réttri plánetu..híhí!!!

Elsku Zordís mín gangi öll ferðin vel og komdu heil á áfangastað mað alla þína, fjölskyldu og list.

Páskaknús

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.3.2008 kl. 10:05

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Sagði'ða......

Baran kíla á'ða og það trkst.......

Hlakka ótrúlega til að sjá þig...........

Ég er farin að láta þetta berast út og veit að við rúllum þessu upp eins og Sigrún segir vá langar svo að tjatta við þig nína og Zóti verður sérstakur heiðursgestur......

Ælovit

Solla Guðjóns, 16.3.2008 kl. 13:38

12 identicon

Ég mæti sko á ¨þakið"

sérð það þegar við hittumst (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 13:44

13 identicon

Haha ég verð á réttum stað á réttum tíma vonandi.

Verður gaman að koma þér á óvart.Þannig að ég heiti það sama og sá fyrir ofan.

sama (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 13:48

14 identicon

Hæ krútta, ég mæti skoho! Frábært og passandi nafn á sýninguna :)
Knús á þig sæta mín

Zoti (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 15:04

15 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

ÆÆÆÆÆÆÆÆÆ, ég verð fjarri góðu gamni. Reyndar í öðru gamni, í London. Gangi ykkur vel og skemmtiði ykkur dásamlega, en veriði stilltar.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.3.2008 kl. 22:15

16 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hæ, æði að þú ætlir að koma og halda sýningu á þakflísunum þínum. Ég ætla að reyna eins og ég get að komast. Hvar í Þorlákshöfn verður þessi sýning?

Svava frá Strandbergi , 16.3.2008 kl. 23:50

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Mikið er gaman að þið séuð að koma til íslands auðvita reyni ég að koma mig langar svo til að hitta þig elsku Þórdís mín og gaman að sjá sýninguna þetta er frábært.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.3.2008 kl. 10:01

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæjjjjjj.

Ég er búin að fá póstinn nú er bara að láta vaða

Solla Guðjóns, 17.3.2008 kl. 10:32

19 Smámynd: Margrét M

væri til í að lauma mér inn og skoða ... geri það ef ég verð í nágreninu

Margrét M, 17.3.2008 kl. 15:52

20 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Líst vel á þetta hjá ykkur stelpur.

Marta B Helgadóttir, 17.3.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband