Blómaferð á Útimarkaðinn skal haldin ...

Í dag 7unda mai er mæðradagurinn á Spáni.  Í dag eru börn með mæðrum sínum og hlutverk okkar í dag er að fara á útimarkað í sveitasæluna og kaupa blómvönd fyrir tengdamóður mína.  Elsku Mamma ég gef þér ekki blóm í ár vegna fjarlægðarinnar en ég skal teikna blómvönd í skýin og blása hann yfir hafið!

 Allar mæður, Til hamingju með daginn!

Dóttir mín kom svefnleg til mín í morgun með litla gjöf.  Hún hafði farið í gærmorgun að kaupa litla mæðradagsgjöf er ég fékk á sængina í morgun.  Takk elskan þú ert yndisleg!

Brakandi sólskín er fyrir utan niðurdregnar gardínurnar.  Heimilið er að lifan við ... bóndinn er eitthvað lúin og vill 10 mín í viðbót ;)  Við áttum góða fjölskyldustund í gær og fórum á lítinn pizzustað í bænum okkar og skemmtum okkur hið besta.  Brandarastund og fótboltaleikur með hnífapörum var leikið á meðan beðið var eftir matnum við litla gleði mína.  Hvað um það, maturinn var góður, allir voru glaðir og við röltum síðar heim á leið með viðkomu í "late night café" hjá zóta sem var ferskur að vanda.

Tilhlökkun að eiga góðan dag með fjölskyldu og vinum.  Hamingja er besti vinnustaður í heimi.  Við uppskerum eins og við sáum, við vinnum saman að markmiðinu eða ein.  Hamingjan er hvorki í lit né rauðu ljósi.  Hamingjan er birtan sem skín í brjósti þér!  Faðmalag til þín! 


Sælleg í sólinni

Það er búið að sýna sig að veðrið er og verður frábært í dag eftir 2ja daga úrhelli og þrumur.  Allur gróður hefur tekið snarlega við sér og mín hefur ekki undan að snyrta og laga til í portinu sínu.  Kanski að portið mitt sígræna sé garðurinn sem Óli Indjáni sá og mín ekki að flytja!

Mig dreymdi Óla Indjána í nótt og var hann ferlega úfinn í draumnum sem veit á gott.  Mín sem er forvitin um framtíðina spurði ditten og Óli sagði mér að hann gæti ekkert sagt mér ef hann fengi ekki upplýsingar um fæðingardaginn minn og hvernig stæði á því að ég væri ekkert búin að mála neitt undanfarið.  Thi hi hi ....  Fyndið, Óli að ýta á mig og má segja að draumurinn hafi verið til góðs því ég rölti mér í byggingarverslun bæjarins og keypti mér króka til að henga upp nýja mynd er nefnist El Bosque, en á hins vegar eftir að fá nafn blessað verkið.

Myndin er komin upp, og 3 striga bíða þess að verða pennslaðir í nýrri útfærslu.  Það er kominn kláði í mig að gera eitthvað.  Mig langar að gera soldið en veit ekki alveg hvernig staðan er og og og ....

 

Vantar smá uppsveiflu og snert af kreisýnessi og láta svo vaða.  Var að gera mynd fyrir skautadrottninguna Sigrúnu Pigrúnu en hana má sjá á www.zyrnirosin.blogspot.com lítil vatnslitamynd gerð fyrir duglegustu konu í heimi.  Búin að grennast um 65 kg og mín sem er að rembast við næstu 10.  Já Sigrún Pigrún fær hrósið og knúsið í dag.

Í sól og sumaryl ég málaði þessa mynd ... frekar stolinn texti en það er sól, það er sumarylur og ég málaði þessa mynd handa Sigrúnu Skautadrottningu.

Hversdagslífið er það sem gerir lífið yndislegt, þess virði að vera til, það er gaman! 


Hellamenning og ljúf hádegismáltíð ...

Í hádeginu var haldið á einn skemmtilegast veitingarstað San Miguel bæjar en hann er greiptur inn í helli og eru tvær kerlingar sem reka hann og þjóna til borðs.

Fundarhöld og góður matur er leiðir til ánægjulegra samskipta við starfsfélagana.  Man varla hvað um var rætt en í stað herbablöndunnar fékk Ástfangna stúlkan sér;

Rækjukokteil með Tropical ívafi og Diet Coce (0.2 kcal) í aðalrétt nautalundir með grænmeti.  Kúrbítur og gulrætur.  Fyrsta flokks matur og góður félagssakpur.

Það er varla í frásögur færandi að mín er eins og bifukolla um höfuðið, sturtaði sig á nýja baðherberginu í morgun en við hjónakornin létum iðnaðarmenn hafa frjálstar hendur hvað breytingar varðar og eru þeir  hálfnaðir blessaðir.  Nýgifta konan hafði valið sér forláta wc mublu sem kostaði sitt.  Og þó, ekkert til að blána yfir!  Nú, þegar iðnaðarmennirnir voru búnir fékk frúin að koma og sjá og viti menn !!!  Röng mubla var komin á ofur wc-ið, algjörlega ósættanlegt þar sem hin min var mun fallegri.

Viti menn, mín vorkenndi iðnaðarmönnunum svoooo mikið að nánast lét hún eftir mublunni en sem betur fer var Elín Pelín á staðnum og rak þá í burtu með mubluna .... en hún fór ekki langt þar sem ég keypti hana bara líka og hlær hún hlátri dauðans í 75m2 listagallerýi sem www.zordis.com hefur komið sér snilldarlega upp/niður.  Alveg 4ura bíla bílskúr.

Well, well, þessi baðeining mun verða sett á nýja skrifstofu sem er í byggingu og hana nú!

Svo að lokum mæli ég með góðri hellaferð og girnilegri máltíð.  Kanski að kerlingarnar syngi fyrir okkur næst!  Hver veit, lífið er vissulega eins og súkkulaði moli eins og Gump orðaði svo snilldarlega.  Bless í bili ... 


Lauma sér í brauðtertu

hefur ekkert með lestur reglugerða og afsala að gera en eftir óralestur þá langaði herbadrottningunni í diet Coke og eina súkkulaði baun.  Bara eina ....  Dagurinn byrjaði mjög vel, held að Guð sé að segja mér að hætta á Herbadrykknum því ég gekk inn á skrifstofuna mína og kastaði hristaranum í gólfið svellfullum af vanilluhrysting.

Ekki nóg með að morgunmaturinn var farinn út um veður og vind heldur var draktin mín útsubbuð af klístruðu vanilludrykknum og laumaði sér aukreitis í skóna mína.   Kanski var Guð að segja mér eitthvað annað, en, óetin og glaðbeytt tók við næsta verkefni sem var síður að geði.  Innri vonbrigði urðu til þess að það næsta laðaðist að mér eins og mý á skít.  "I,m the shit = sem sagt!

Nú voru góð ráð dýr og bara eitt að gera í stöðunni, vera glöð og horfa framhjá þessum litlu hversdagslegu atburðum er gerast.  Eini munurinn er að taka rétt á þeim, með brosinu og gera sér grein fyrir að hinir eru líka mannlegir eins og sjálfið sem drottnar stundum yfir hæstu hæðir.  Best ég máli nokkur fjöll í kvöld og kanski eitthvað annað líka.

Best ég mjónist eitthvað og gleðjist með hinum.  bros bræðir hjarta! 

Húni konungur færði mér oggulítið Snickers sem rennur ljúflega niður með 0,2 kcal Diet Cokinu sem ég teiga.  Væri til í að horfa á Stuðmannamyndina og skella mér í eins og eina jarðaför .... "Brauðterturnar maður", væri til í að sleppa jarðaförinni en fyrir alla muni langar í brauðtertu!  Lísa næst verður brauðtertuveisla ...... O.K.


Þegar BEST gengur ...

... fer sálin í dvala.  Dvelur innst í huganum og róar sig, spáir og kváir!  Hvað er að gerast eiginlega, afhverju er allt svona samkvæmt óskalistanum, af hverju kemur upp þessi spurningarlisti sem þreytir.

Kanski vegna þess að mannlegt eðli stýrir duggunni?  Kanski vegna þess að tilveran er til að lifa henni, ekki til að velta sér upp úr henni um og ó ... Kanski er þetta eina og beina leiðin sem ég hef kosið mér.  Kanski er ég hin lánsama (thi hi hi) og heppna og sæla og alltaf með stæla!

Dreymdi Tolla og gaf honum koss.  Þetta var hinn eini og sanni Tolli þó ekki pabbi Péturs sem er líka flottur Tolli, ekkert sem skyggir á það!  Tolli listamaður, enginn annar, maðurinn sem veit ekki af því að hann á eftir að hitta mig, kyssa mig á vangann og taka í hönd mína.  Hva, ég á nú einu sinni mynd eftir  hann og hann veit ekki af því!  Hef lagt það í vana minn að hitta myndlistarmennina og konurnar sem ég á myndir eftir þar sem myndin verður ómetanlegri fyrir vikið ..... :)  Er t.d. alltaf að hitta mig og á alveg heilan bílskúr af myndum eftir mig ..... hver annari dýrmætari!

Jæja, krakkar mínir ..... kominn tími á Vallý svo nú kveð ég ykkur án nokkurra skemmtilegra sagna úr hversdagslífinu.  Buhu, fallegi litli bústni engilinn minn vængbrotnaði í dag ..... mjög leiðinlegt en hvað er svo sem hægt að svekkja sig yfir því, nákvæmlega ekki hægt!  Kaupa bara nýjann þar sem ríkidæmi er eina leið inn í framtíð glæstrar stúlkunnar.

 Við lifum í þessu lífi, njótum þess að gera vel, gera gott og vera góð við hvort annað!

Þegar BEST gengur, líður okkur vel ;) 


Tengdamamma er æði ....

Móðir og uppalandi, gerði stórkostlegt starf hvað ektamanninn varðar (þ.e. son sinn) þar sem hann er hinn ljúfasti og ekki spillir áhugi á heimilisstörfum :)

Í dag fengum við Paellu, mjög góða og kampavínstár.  Það má segja að ef það er eitthvað sem á eftir að leiða mína í villur þá hugsanlega væri það kampavínið.  Jamm, gardínufyllibytta!  Hamingjusöm í gerfiheimi eitursins.   Yndislega búbblandi og perlandi .......  En burt séð frá kampavíni og góðri tengdamóður.  Vona að ég verði góð tengdamóðir (efast stórlega ;( 

IKEA ferð var haldin til Murcia og verður ekki farin aftur í bráð.  Þetta er nú meiri dótaríið sem er verið að selja og familían kom heim með;

Ramma fyrir Elínu Pelínu

Gluggasköfu fyrir soninn

Mottu í stofuna

Glerkönnu til að hafa alltaf vatn með niðurskornum sítrónum

Ódæl börn í bílnum á heimleiðinn sem þó eru farin að róast eftir kvöldmatinn.  Nú er verið að sjúga frostpinna og við horfum á fræðsluþátt með öðru þar sem einbeiting er ekki góð eftir daginn.

Hittum höfuðpaur gengisins og hann var sko hausstór.  Önnur Saga! 


Álfasteinar

Skondið að sitja heima og horfa á Álfasteina.  Sitja og hlusta á Óla Indjána, sem er by the way uppáhalds Indjáni, manneskja, engill!  Jamm, sit og hlusta á Óla Indjána, sé vætti í kring um mig og er alveg að fíla mig eins og stelpu....  Stelpa sem verður aldrei kerling, kanski kona og virðuleg frú en aldrei kerling......

Fljúgandi fiskar sem dreifa hreistri sem gullregni yfir borg og bý, sem gefa þér góðar hugmyndir og þú ert hamingjusöm.  Í steinunum búa álfar sem elska þig og sleikja úr þér fíluna sem stundum kemur.  Stundum vakanar púkinn á öxlinni þinni og reynir að fá þig til að gera ljóta hluti en þá er bara að dusta axlirnar og biðja guð um að vernda þig.

Ekki er alveg laust við kreisínessið í hjartanu en svona er lífið, okkur líður vel, áhugamálið mitt er sull og sullumbull!  Fyndið hvað breiskir menn og bjartar konur laða fram jákvæðar hliðar lífsins!

JÁ, LÍFIÐ ER YNDISLEGT,M ÉG GERI ÞAÐ SEM ÉG VIL .................

HALTU ÁFRAM AÐ MÁLA STELPA! 


Fyrsti rokkari Noregs ...

... ku hafa verið Ole Bull.  Ásýnd minnir einna helst á Jón Sigurðsson forseta þann mæta mann.  En á Suður ströndinni hér á Spáni er Norskur veitingastaður er kenndur er við Ole Bull.  Þessi staður fær allt mitt lof um góðan, já virkilega góðan mat!

Góður félagsskapur, frábær matur og fyrsta flokks þjónusta gerir kvöldið vel þess virði.  Allir á Ole Bull þegar þeir koma í heimsókn.

Annars er morguninn slakur hjá okkur Ramon family, eiginmaður hvíslaði ástarorð í eyra þegar hann fór til starfa.  Frúin náði auka 20 mín í svefn sem kom niður á einhverju öðru en heimasætan fór í skólan og svo var unga herranum skutlað í áttina að menntasetrinu.

"Mamma, mamma, stoppaðu bílinn hér!  Ég labba bara einn í skólann" Svalur

Ha, já, O.K. Stoppaði bílinn og vinkaði!  Læddist svo upp kantinn og fylgdist með honum.  Hann var pínu vandræðalegur og fékk mikla athygli frá öðrum mæðrum sem halda að litla greyið eigi lélega eða enga foreldra, svei mér þá!  Ég sem sagt læddist upp kantinn og  fór meðfram og bakvið bíla til að fylgja honum alla leið ...... að lokum sá ég röðina hans og hann í henni!

Góður dagur fyrir lítinn 5 ára dreng, hann fór einn í skólann í dag!  Gaman að heyra í föður hans seinnipart dags þegar ég verð spurð að hvort ég hafi hleypt drengnum ein í skólann.  Já, það eru ekki allir dagar eins.

Dagur kemur og kveður nóttina en þau eru hjón sem hafa verið saman í árhundruði og þúsundir og lyndir aldrei eins vel og í dag.  Ég vona að hjónabandið mitt verði jafn fagurt og þegar dagur faðmar nótt og nóttin kyssir dag! 


Glaðvakandi um miðja nótt ....

Gjörsamlega sprell núna og klukkan ekki orðin 04:00.  Er mín að rifna úr spenningi eða hvað!

Vaknaði upp við það að vera að hanna Logo fyrir litla barnið okkar sem er verra en hvaða ungabarn sem vaknar um miðja nótt og vill móðurfaðminn.  Já, sýn í draumi í ofanálag, EKKI VERRA.

Ég held að það sé bannað að vakna svona upp um miðja nótt og laumast í fartölvuna um miðja nótt!  Bara held það þar sem að hvíld á líkama og heilastarfsemi hefur verið röskuð.  Ég á að vera komin til litlu stórborgarinnar eftir fimm tíma og ætti þ.a.l. að ná nokkrum kaffibollum, jafnvel málað eitthvað nýtt eða smíðað nokkra texta í tilefni dags.  

Eða, skriðið aftur uppí, lokað augunum og platað mig, þóttst vera sofandi, framkallað ljúfa drauma eða séð drauga og vætti í hverju horni.  Talandi um vættina þá er mér minnisstætt þegar ég fékk einn í heimsókn.  Hann kom til að snúa dóttir minni en svefnstaða hennar var öfug.  "já nú er kerling að tapa sér"  Situr ekki frúin í makindum seint að kveldi, er að hamast í tölvunni og heyrir þrusk og læti.  Viðurkenni að í fyrstu brá mér að sjá þrekna úfna karl/tröllsveru skunda fram hjá mér án þess hvorki að heilsa né neitt.  Hann mætti með rauðbirkið hárið til að sefa litla svefnengilinn minn.  Ég var bara glöð að hann skildi hafa fundið okkur.  Kanski kemur hann aftur í heimsókn ef Nornin hún Dísa sendir hann til mín aftur .......

Að trúa er að flytja fjöll, að trúa er að skapa líf, að trúa er að bjarga deginum.  Ég trúi á nýjan dag, fullan af gleði, fullan af ónýttum tækifærum sem við skulum nýta saman.

 Ást og hamingja býður góðan dag, er hugsanlega ekki vöknuð með öllu og ætlar að gera eitthvað gott úr deginum.

 


Ég er að springa

Úr spenningi.....þar sem ég á mér skemmtilegt lítið leyndarmál.  Skemmtilegt að leynast með mál, mála sem eru aðalmálið hjá okkur litlu öpunum sem erum leiksoppur þjóða, leiksoppur heimsins.

Ein lítil hugmynd fæðist og fær að dafna, fær að finna líf, fær að líta dagsins ljós!

Þessi hugmynd er orðin meir en bara hugsunin og er unnið hörðum höndum að láta ræfilin í föt og skó.  Amma smyr nestið og við foreldrarnir stolltir og óttaslegnir!  Hvernig vegnar okkur?

Science of mind er skemmtilegur leikur sem oft hefur verið leikinn á mínu heimili.  Nú erum við stöllur í þessum hugarleik og ætlum okkur stóra hluti, svo stóra að Jóakim Aðalönd er byrjuð að tikka inn tíkallana.  

Já, já, öll heimsins auðæfi kæmu ekki í stað fyrir Ást og Hamingju en er nokkuð verra að sameina þessa tvo til þrjá valdaþætti í annars dásamlegu lífinu.

 Ég á ekki til orð yfir tilhlökkun og hlakka til að mega deila þessu með ykkur.  Kanski ég ætti að hvísla þessu leyndarmáli út en þá væri ég ekki sönn sem ég verð að vera!

Verðurfar er með verra móti í vori Spánar, flesta farið að hlakka til sumardagsins fyrsta sem er ekki fyrr en 21.juný (vona ég fari með hárrétt mál á réttum degi) Enn er vornæðingurinn að berja kinnar og rugla hári.  20 hnútar á sekúndu (thi hi hi) og við höldum okkur inni.

Ást og Hamingja segir Over and Out!  Encima y Fuera! 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband